29.1.2008 | 20:48
Þetta gengur ekki lengur
Í gærkvöldi fundaði bæjarstjórn Akraness með þingmönnum Norðvestur-kjördæmis, hafnarstjóra Faxaflóahafna, framkvæmdastjóra HB Granda, formanni Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), atvinnumálanefnd og fulltrúum starfsfólks HB Granda.
Tilefnið var að fyrirtækið sagði upp 60 starfsmönnum á Akranesi fyrirvaralaust fyrir viku síðan. Aðeins tuttugu verða endurráðnir. Svo virðist sem fyrirtækið hafi ekki farið að lögum varðandi uppsagnirnar og hefur formaður VLFA þegar gert athugasemdir við það. Það mál fær sína meðferð.
Menn segja sem svo að niðurskurður á þorkskvóta sé upphafið og ástæðan fyrir þessum uppsögnum. Niðurskurðurinn á þorskkvóta HB Granda er rúm 5000 tonn. Á sama tíma er upplýst að 50þúsund tonn eru flutt úr landi óunnin! Hvernig getur staðið á því og hvert fer sá fiskur? Leyfa leikreglur kvótakerfisins það eða hvetja þær jafnvel til slíks? Kannski einhver geti svarað því en ég get það ekki.
Hitt veit ég að við þurfum nýjar leikreglur í sjávarútvegi. Það er eitthvað mikið að þessu rúmlega tvítuga kerfi sem hafði það markmið að verja fiskistofnana við landið. Fyrir venjulegt fólk virðist kvótakerfið frekar snúast um að græða meira í dag en í gær. Sumir hafa augljóslega grætt meira en aðrir, svo mikið er víst. En það gengur ekki að fyrirtæki leggi byggðarlög í rúst í hagræðingarskyni eða út frá gróðasjónarmiðum. Það skiptir engu máli hvaða byggðarlög það eru, stór eða lítil. Fyrirtæki sem hafa fengið afnot af auðlindum þjóðarinnar geta ekki leyft sér slíkt. Ef hin samfélagslega ábyrgð fyrirtækjanna er ekki til staðar þá verður að bregðast við.
Þetta gengur ekki lengur.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hagræðing er orð sem gefur mér og ábyggilega fleirum hugmynd um skemmdarverk eða hryðjuverk!
Þessi hefur bloggað um málið.
Edda Agnarsdóttir, 30.1.2008 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.