17.1.2008 | 21:01
Forgangsröðun og lýðræði
Bæjarbúar velta fyrir sér leikskólagjöldum og bera kostnað á Akranesi saman við nágrannasveitarfélögin. Það er fullkomlega eðlilegt en sá samanburður er mjög óhagstæður fyrir Akraneskaupstað.
Bæjarfulltrúar minnihlutans hafa á þessu kjörtímabili ítrekað lagt fram tillögur sem myndu lækka framfærslukostnað fjölskyldna á Akranesi, ekki síst barnafjölskyldna. Þessar tillögur hafa t.d. verið um lækkun dagvistunargjalda og að hætt verði við hækkun á verði í mötuneytum leik- og grunnskóla þegar virðisaukaskattur á að lækka. Meirihlutinn hefur engan áhuga á svona tillögum. Tillögurnar birti ég hér fyrir neðan til fróðleiks fyrir þá sem vilja lesa þær.
Það er alveg sama hvar við berum niður. Meirihlutinn hugsar fyrst og fremst um að reisa sér minnisvarða úr steinsteypu en miklu síður um hagsmuni þess fólks sem býr á Akranesi. En verum minnug þess hverjir það eru sem borga fyrir minnisvarða meirihlutans.
Fjárhagsáætlun 2007:
Bæjarstjórn Akranes samþykkir að lækka leikskólagjöld um 25% frá byrjun árs 2007. Þetta verði gert til að auðvelda barnafjölskyldum að ala upp börn á Akranesi og einnig til að fylgja eftir umræðum og loforðum fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Lækkun skólagjalda um 25% á árinu 2007 minnkar tekjur bæjarsjóðs um 17,5 milljónir. Til að mæta þessum kostnaði verði byggingarleyfisgjöld og fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði hækkuð en þau gjöld eru mjög lág á Akranesi í samanburði við nágrannasveitarfélögin.Tillagan felld 5:4. Með SK, GPJ, HR, RH.
"Í ljósi þess að virðisaukaskattur og vörugjöld á matvælum verður lækkaður 1. mars n.k. þá leggjum við undirrituð til að hætt verði við þá hækkun í mötuneytum leik- og grunnskólanna sem taka á gildi um áramót.
Tillögunni var vísað til bæjarráðs og síðan felld.
Fjárhagsáætlun 2008:
Leikskólagjöld systkinaafsláttur
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að breyta systkinaafslætti á leikskólum bæjarins og hjá dagmæðrum þannig að foreldrar systkina greiði aðeins fyrir eitt barn. Greinargerð með tillöguÁ undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á að gera Akranes að eftirsóknarverðum búsetukosti ekki síst fyrir ungt fólk. Ljóst er að kostnaður foreldra vegna leikskólagjalda getur verið íþyngjandi. Með þessari tillögu er komið til móts við barnafjölskyldur á Akranesi og kostnaður færður nær því sem gerist í nágrannasveitarfélögum.
Tillagan var felld.Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.