Saga um samstarf kafli 2

Sæl öll.

Þessi kafli fjallar um lýðræði og aðeins um opna stjórnsýslu.

Í bæjarráði Akraness sitja þrír kjörnir fulltrúar fyrir þrjá flokka af þeim fimm sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn. Meirihlutinn á tvo fulltrúa og minnihlutinn einn. Minnihlutaflokkarnir hafa komið sér saman um að skipta kjörnum fulltrúa á milli sín eitt ár í senn, hinir tveir eiga því ekki fulltrúa í bæjarráði á meðan bæjarstjórn starfar. Samkvæmt bæjarmálasamþykkt Akraneskaupstaðar eiga svo allir flokkarnir fulltrúa á meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi. Minnihlutinn hefur nokkrum sinnum lagt fram tillögu um að þeir flokkar sem ekki eiga kjörinn fulltrúa fái að tilnefna áheyrnarfulltrúa sem sitji alla fundi bæjarráðs árið um kring. Því hefur jafnóðum verið hafnað af meirihluta bæjarráðs og bæjarstjórnar. Ástæðan fyrir þessum tillögum okkar er að á vettvangi bæjarráðs eru allar meiriháttar ákvarðanir í málefnum bæjarins teknar og okkur finnst skipta máli að allir flokkar hafi tækifæri til að tjá sig um mál í upphafi umræðu og geti haft áhrif á hvernig mál þróast.

Okkur sem sitjum í bæjarstjórn fyrir minnihlutann finnst þetta sjálfsagt og eðlilegt. Það eigi að vera öllum kappsmál að þeir sem eiga að taka ákvarðanir um bæjarmál viti málatilbúnað frá upphafi.  Við stóðum líka í þeirri trú að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins væru á sama máli en á síðasta fundi bæjarstjórnar ( 6. júní 2006) á liðnu kjörtímabili lögðu þáverandi fulltrúar Sjálfstæðisflokks fram eftirfarandi tillögu sem var samþykkt:

“Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela bæjarritara að aðlaga kjör bæjarfulltrúa og nefndarmanna Akraneskaupstaðar að kjörum sambærilegra fulltrúa í Borgarbyggð:

II.   Launakjör bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akraneskaupstað eftir 01. júlí n.k.

1.  Laun bæjarstjórnar og bæjarráðs verða reiknuð sem hlutfall af þingfararkaupi alþingismanna þannig:

a)Bæjarfulltrúi16,5% á mánuði
b)Varamenn í bæjarstjórn  5,5% á fund
c)Fulltrúi í bæjarráði19,5% á mánuði
d)Varamenn í bæjarráði  5,5% á fund
e)Forseti bæjarstjórnar25,0% á mánuði
f)Formaður bæjarráðs24,5% á mánuði
g)Áheyrarfulltrúi í bæjarráði19,5% á mánuði

Hér er mikilvægt að gera sér grein fyrir að tillagan er lögð fram og samþykkt 6. júní 2006, þ.e. eftir að kosningar höfðu farið fram og ljóst að ekki myndu allir flokkar eiga kjörinn fulltrúa í bæjarráði. Þegar málið var afgreitt í bæjarráði var hins vegar búið að breyta samþykktinni þannig að g-liður var felldur út og þannig fór hún í gegn. Nú skal þess einnig getið að áheyrnarfulltrúarnir sem sitja yfir sumarið fá ekki greitt samkvæmt þessari tillögu heldur því þeir fá greitt fyrir hvern setinn fund heldur fá þeir greitt eins og þeir séu varamenn í bæjarráði. Ekki veit ég alveg hvernig menn fá það út en það er annað mál.

Reglur um greiðslu launa hjá Akraneskaupstað fyrir setu í nefndum má í heild sinni sjá á slóðinni

 http://www.akranes.is/Default.asp?Sid_Id=4666&tre_rod=001|008|&tid=7&GRS_ID=627

Meirihluti bæjarstjórnar tók sem sagt ákvörðun um að breyta samþykkt bæjarstjórnar og hafa að engu eigin tillögu. Mikil lýðræðisást það.

Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 var enn lögð fram tillaga sama efnis og hafnað á fundi bæjarstjórnar 8. janúar 2008 með þeim rökum um kostnað sem væri henni samfara og einnig að minnihlutinn sæti þá með fleiri fulltrúa. Hið síðara er út af fyrir sig kannski skiljanleg afstaða en gæta verður þess að meirihlutinn hefur auðvitað alltaf fleiri atkvæði.

“Kostnaðarauki yrði um kr.4,0 milljónir þar að auki sæti minnihluti með fleiri fulltrúa í bæjarráði en meirihlutinn. Visað er til ákvæðis í bæjarmálasamþykkt þar sem minnihluti á fulltrúa í bæjarráði á meðan sumarfríi bæjarstjórnar stendur.”

Enn var samt gerð tilraun til að auka lýðræðið í bæjarfélaginu og lagt til að  áheyrnarfulltrúarnir mættu sitja og hlýða á fundi bæjarráðs án þess að fá greitt fyrir fundarsetuna.  Því var líka hafnað á fundi bæjarráðs 10. janúar 2008:

"Meirihluti bæjarráð getur ekki orðið við tillögunni, enda fái bæjarfulltrúar allir sömu gögn og sama aðgang að starfsmönnum bæjarins og niðurstaða bæjarráðs liggur fyrir strax daginn eftir fund."

Svona er nú lýðræðisástin mikil. Þetta er fólkið sem vildi opna og gagnsæja stjórnsýslu fyrir kosningar. Þetta er fólkið sem vildi ekki "korteri fyrir kosningar" lausnir. Ég veit það svei mér ekki. Ég held að það sé skárra en tillögur og lausnir sem endast ekki nema viku eftir kosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband