Látum þá axla ábyrgðina

Svo það sé nú alveg á hreinu þá styð ég ríkisstjórnina og treysti henni til góðra verka.

Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að ef Icesave samningarnir fara ekki í gegnum þingið þá eigi Jóhanna að segja af sér og láta Bjarna Ben og Co um að losa okkur úr snörunni sem þeir komu okkur í. Fyrir stuttu fékk ég þá athugasemd við skrif að langtímaminni væri ekki til í pólítík. Ég er algerlega ósammála því. Menn (og konur) sem ekki hafa langtímaminni eiga ekki erindi í pólítík.

Það er óþolandi að hlusta á eða lesa málflutning fólks sem var á fullu í stjórnmálum þegar atburðir í aðdraganda hrunsins áttu sér stað. Það er eins og mannskapurinn hafi allur verið meðvitundarlaus eða viljalaus verkfæri í höndum annarra. Það er ekki nema von að allt hafi farið um það bil beina leið til andsk.....Við skulum bara láta þetta fólk leysa vandann....sjálfstæðismenn og framsóknarmenn, þið komuð okkur í þetta...þið komið okkur úr þessu. Gangi ykkur bara vel og ég vona að meðvitundin verði aðeins meiri í þetta sinn. Ekki myndi heldur skemma fyrir ef lappað væri upp á minnið.


mbl.is Óvíst um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málefnalegt?

Já og almáttugur hvað Bjarni Ben er málefnalegur! Maður líttu þér nær!
mbl.is Sakaði Róbert Marshall um ósmekklegheit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgum Byggðasafninu

Skyldi álit þessa fólks hafa einhver áhrif á meirihluta bæjarstjórnar? Ég efa það því miður. Þar á bæ bakka menn ekki með ákvarðanir hversu vitlausar sem þær eru. Við höfum reynslu af því. Þetta mál er samt annars eðlis en flest önnur og mun hafa alvarleg og víðtæk áhrif til langs tíma.

Fólk virðist ekki átta sig á eða skilja að nú mun einkaaðili ráða yfir safnmunum og eigum Byggðasafnins og Kirkjuhvols. Aðgengi bæjarbúa að þessu stofnunum verður alfarið háður vilja og áhuga þessa aðila. Bærinn er að útbúa íbúð í kjallara Kirkjuhvols sem þessi einkaaðili mun ráða yfir og geta leigt út.

Það verður leikur einn að afhenda muni íþróttasafnsins til annarra sem að mati rekstraraðilans er betur til þess fallinn að nýta þá t.d. íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ. Vilja Skagamenn það? Eru Landmælingar Íslands sammála því að sýningin þeirra verði lögð niður? Hvað með Steinasafnið?

Við skulum ekki einu sinni ræða hvað gæti gerst í safnahúsinu sjálfu þar sem menn ætla að taka niður núverandi sýningu og setja aðra upp á lengri tíma. Hvað verður um munina? Hvert fara þeir eða hvar verða þeir geymdir? Glatast þeir?

Hvernig getur staðið á því að öflugt sveitarfélag eins og Akranes treystir sér ekki til að standa vörð um eigin menningararf? Hvernig geta menn komist að þeirri niðurstöðu að einkaaðilar séu betur til þess verks fallnir?

Tæplega 800 manns hafa skráð sig á lísta á FACEBOOK sem heitir Björgum Byggðasafninu. Það  er fólk úr öllum flokkum og öllum stéttum þjóðfélagsins. Meirihluti bæjarstjórnar Akranes lætur það ekki hafa áhrif á sig. Þar á bæ vita menn alltaf best. Ég segi hins vegar að nú eigi að boða til borgarafundar um málið og stoppa það með öllum ráðum.  Þetta er hneyksli.


mbl.is Ósátt við fyrirætlanir vegna Byggðasafnsins að Görðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæð eða einangruð?

Jón Bjarnason telur Íslandi betur borgið sem sjálfstæðu ríki utan ESB en innan. Hann segir að Samfylkingin sé að einangrast í ESB-umræðunni. HVernig skyldu ríkin í Evrópu líta á sig? Ætli Bretar telji sig ekki fullvalda og sjálfstæða? Hvað með Frakka, Spánverja, Þjóðverja eða vini okkar Svía og Dani. Skyldu þessar þjóðir taka undir með Jóni Bjarnasyni um að þær séu ekki sjálfstæðar af því að þær eru í ESB?

Þessi umræða er alveg makalaus. Eigum við ekki frekar að spyrja um ónýtan gjaldmiðil? Verðtryggingu? Verðbólgu? Ónýtt kvótakerfi? Neytendur og hagsmuni þeirra? Það er allt í lagi að vera á móti inngöngu í ESB en það er of billegt að telja um sjálfstæði og fullveldi eitt og sér í því efni. Ræðum allan pakkann. Spyrjum VG um hvernig þeir telja hagsmunum íslenskra neytenda best borgið?


mbl.is Segir Samfylkinguna að einangrast í ESB-umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki benda á mig

Svör formanns Sjálfstæðisflokksins eru barnaleg í ljósi þess sem á undan er gengið. Nú legg ég til að formaðurinn leggist undir feld eða dragi sig pent til baka í þessari umræðu sem hann ræður ekkert við.

Það er ótrúlega dapurlegt að benda á alla aðra en þá sem raunverulega báru ábyrgð. En það voru ekki kjörnir fulltrúar sem biðluðu til útrásarvíkininganna um peninga þá ber honum að nefna nöfn. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eiga ekki að sitja undir óskilgreindum athugasemdum formannsins! Svo einfalt er það. Þá afturámóti skýtur yfirlýsing Geirs Haarde skökku við. Kannski kunna menn líka skýringu á því!

Bjarni, upplýstu þjóðina núna! Hverjir útveguðu flokknum peninga?


mbl.is Ekki kjörnir fulltrúar flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegt!

Núna loksins skil ég hvernig Sjálfstæðismönnum hefur liðið fyrir kosningar. Þeir hafa nefnilega alltaf stutt stærsta stjórnmálaflokk landsins og verið býsna roggnir með það og sig! Nú verður Samfylkingarfólk um allt land að fara vel með þessa stöðu. Ekki verða of örugg eða ánægð með okkur. Stjórnmálamenn og flokkar eiga að sýna kjósendum auðmýkt því valdið kemur þaðan. Kjósendur veita vald og taka það aftur ef þeim finnst ástæða til.

Málefnaleg umræða og rök rata oftast rétta leið. Flestir kjósendur eru leiðir og þreyttir á pólitískum skætingi. Það er gott fólk í öllum flokkum en ágreiningur um forgangsröðun og leiðir. Það er ekki mjög trúverðugt að kasta pólítískum skít í andstæðinga sína og ætla svo að vinna með þeim eftir kosningar eins og ekkert hafi í skorist.


mbl.is Samfylking eykur forskot sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona er þetta stundum

Stundum hafa fæst orð minnsta ábyrgð. Nú verða margir sjálfstæðismenn (en ekki allir) að "éta ofan í sig" ansi margt af því sem þeir hafa sagt og skrifað um tengsl við auðkýfinga.

Agnes "vinkona mín" skrifaði um daginn lærða grein um að ólíkt hefðust þau að Geir og Ingibjörg Sólrún. Oft ratast kjöftugum satt á munn! En ekki í þeim skilningi sem Agnes lagði í orðatiltækið, ó nei.


mbl.is Skilað til lögaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers að skipta um nafn?

Ég skil alls ekki hvers vegna bankarnir eru að skipta um nafn. Ábyrgð þeirra er jafnmikil sama hvert nafnið er. Þetta er að vissu leyti blekkingarleikur. Erlendis hafa bankar haldið sínum nöfnum bæði þegar vel og illa gengur. Norhtern Rock starfar enn í Bretlandi þrátt fyrir allt og allt. Væri ekki skynsamlegra að axla ábyrgðina bæði heima og erlendis, viðurkenna það sem miður hefur farið og byggja hróður bankanna upp á nýjan leik.
mbl.is Kaupþing skiptir um nafn á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki nóg að segja "sorry"

Blaðamaður Morgunblaðsins skrifar grein í sunnudagsblaðið um að ólíkt hafist þau að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þessa dagana. Ef maður fyndi ekki svona mikið með blaðamanninum fyrir það hvað hann er svakalega flokkshollur og þar af leiðandi ótrúverðugur, þá gæti maður næstum orðið reiður. En viðkomandi er auðvitað fyrst og síðast vorkunn.

Í ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins bað Geir þjóðina afsökunar. Með fullri virðingu fyrir Geir, þá er það bara ekki nóg, hvergi nærri nóg. Fyrir flokk og flokksforystu sem ber ábyrgð á tilurð og tilvist kvótakerfis, einkavæðingu bankanna og Símans þá hljómar þetta eins og innantómt hjal.

Blaðamaðurinn ætlaði kannski að leggja að jöfnu stjórnarsetu Geirs og Ingibjargar Sólrúnar. Sá fyrrnefndi búinn að sitja samfleytt í 17 ár en hin síðarnefnda í rúma 17 mánuði. Þessi samanburður segir nefnilega meira en flest annað um fréttamennskuna.

Aftaniossar útrásarvíkinga er nafngift sem blaðamaðurinn gefur Ingibjörgu Sólrúnu. En hann hefur ekki hugarflug til að finna nafngift fyrir Geir og Co. Það er að ýmsu leyti skiljanlegt. Ekki hef ég hugarflug til þess. Það er líka svo miklu auðveldara að sjá flísina í augum annarra en bjálkann í sínu eigin. Það á vel við um umræddan blaðamann.

Það jaðrar við dómgreindarleysi blaðamannsins að spyrja hvar Ingibjörg Sólrún hefur verið undanfarna mánuði. Samt kom spurningin ekki á óvart. Kannski blaðamaðurinn ætti að líta sér nær og afla upplýsinga um hvar hans pólítísku leiðtogar hafa haldið manninn síðastliðinn áratug eða svo.

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband