Besta kjúklingasúpa í heimi

Ég gleymi því aldrei þegar ég fór með vinum mínum á gamla Ask fyrir einhverjum þrjátíu árum og þar hittum við fyrir fullorðinn mann sem var vel við skál. Hann forvitnaðist um það sem við vorum að borða og sagði svo við vin minn að sósan sem væri með kjötinu hans væri næstbesta sósa í heimi. Ekki vildi hann segja okkur hver eða hvernig besta sósan væri.

Minnug þessa ætla ég að setja hér inn uppskrift að kjúklingasúpu sem er besta kjúklingasúpa í heimi. Skora á hvern þann sem getur toppað hana (og verður hún þá næstbesta kjúklingasúpa í heimi). Ég fékk þessa uppskrift frá Einari Viðarssyni, samkennara mínum. Takk, takk.

 

Kjúklingasúpa fyrir 10  - 12

3-4 msk olía, 1,5 msk karrý, 1/2 - 1 hvítlaukur - marinn, 1 púrrulaukur, 3 paprikur (ein af hverjum lit) ---þetta er allt steikt saman í potti  en best er að svissa karrý og hvítlauk áður en hinu er bætt út í. 

1 dós rjómaostur, 1 flaska Heinz chilisósa (verður að vera Heinz), 1 grænmetisteningur, 3 súputeningar, 1/2 lítri rjómi, 1,5 - 2 lítrar vatn, salt og pipar.

Þessu er blandað út í pottinn og látið malla í góðan tíma. Að lokum er bætt í pottinn 6-8 kjúklingabringum sem skornar hafa verið í bita, steiktar og kryddaðar vel.

Gott að hafa hvítlauksbrauð eða annað gott brauð með. Einföld uppskrift að gerbrauði er í hlutföllum svona:

1 bolli hveiti, 1 tsk ger, 1 msk olía og 1 dl volgt vatn, smá salt og örlítill sykur (má sleppa).

Öllu blandað saman í hrærivélarskál og hnoðað. Látið hefast í ca 20-30 mínútur. Þá er deigið slegið niður og búið til það sem hver vill. Hiti í ofninum fer eftir því hvað er bakað. Brauð eru bökuð við 180-200° C en snúðar eða bollur við hærri hita (225°C). Maður finnur á lyktinni þegar brauðið er tilbúið. Ég slæ alltaf í botninn á brauðinu til að gá hvort það er fullbakað, það kemur holt hljóð ef brauðið er tilbúið.

Þessa uppskrift má margfalda og nota í hvað sem er. Ég nota hana tvöfalda í brauð með kvöldmatnum eða kjúklingasúpunni, þrefalda í pizzubotn. Fjórföld er hún fín í snúða og horn. Bragðefni geta verið eftir óskum hvers og eins. Ostur, olífur eða krydd er tilvalið og um að gera að prófa sig áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Þessi hljómar vel. Ætla að prófa hana!  Ég á tvær súpuuppskriftir sem eru mjög vinsælar á okkar heimili.  Önnur er mexíkönsk og hin er upphaflega fiskisúpa, við setjum ekki fisk í hana og ég man ekki einu sinni hvernig fiskur átti að vera...sjálfsagt rækjur og eitthvað fleira "gúmmulaði". Fiskisúpuna fiskilausu höfðum við sem forrétt í brúðkaupinu okkar og er því kölluð bryllúpssúpa á okkar heimili ;) 

SigrúnSveitó, 2.3.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband