Bæjarstjórn Akraness

Það voru heilmikil átök á síðasta bæjarstjórnarfundi. Tvö mál vöktu þá mesta umræðu en fleiri athygliverð mál á dagskrá.

Leikskólinn

Annað málið var um ráðningu leikskólastjóra og matráðs á nýjan leikskóla við Ketilsflöt. Minnihlutinn óskaði eftir skýringu á rangri bókun í bæjarráði þar sem meirihlutinn bókaði að stöðurnar hefðu verið auglýstar. Það er rangt. Enginn bæjarfulltrúi minnihluta efast um hæfni þeirra einstaklinga sem eru ráðnir. Málið snýst um eðlilega stjórnsýslu. Lögfræðiálit bendir til að þessi málmeðferð (að auglýsa ekki) sé lögleg, en hún er ekki skynsamleg. Ég gerði athugasemd við hvernig að málinu var staðið en samþykkti ráðninguna sem slíka. Í mínum huga er munur þarna á, en svo kann að vera að einhverjir séu mér ósammála og telja að ég hefði átt að sitja hjá eða greiða atkvæði gegn ráðningunum.

 

Útboð á vegum bæjarins

Hitt málið var umfjöllun um útboðsmál og gögn sem fylgja (eða fylgja ekki) þegar tilboð eru send í verk á vegum bæjarins. Mig langar að geta verklags sem ég tók þátt í á vettvangi bæjarráðs síðastliðið sumar þegar bæjarráð fundaði þrisvar sinnum með mjög stuttu millibili vegna útboðs um rekstur Gámu. Bæjarfulltrúar töldu að frekari gagna væri þörf áður en ákvörðun væri tekin og starfsmenn bæjarins fengu það hlutverk að afla þeirra. Það var gert og bæjarráð fór yfir það sem fyrir lá. Þá vöknuðu spurningar um lögmæti og ákveðið var að fá álit lögfræðings. Þegar öll þessi gögn öll lágu fyrir tók bæjarráð ákvörðun. Þess ber sérstaklega að geta að frá upphafi lá fyrir tillaga frá sviððstjóra Umhverfis- og tæknisviðs um hvaða tilboði ætti að taka.

Í gögnum fyrir bæjarstjórnarfund síðastliðinn þriðjudag kom fram hvaða gögn skyldu liggja fyrir áður en til samninga væri gengið við lægstbjóðanda í leikskólann við Ketilsflöt. Þetta kom ekki fram varðandi vinnu við Skógarhverfið en minnihlutinn taldi eðlilegt að sambærilega væri að málum staðið. Vísað var til þess máls sem getið var að ofan þar sem sérstakleg var vandað til verka og faglega unnið. Tillaga um að málum væri vísað aftur inn í bæjarráð á meðan gagna væri aflað vakti mikla reiði meðal bæjarfullrúa meirihlutans. Það er mér hulin ráðgáta. Menn setja dæmið þannig upp að verið sé að gagnrýna störf starfsmanna bæjarins. Það er bara ekki rétt. Gagnrýnin beindist að verkum bæjarfulltrúa meirihlutans. En einhvern veginn færa menn ábyrgðina yfir á starfsmenn bæjarins en axla hana ekki sjálfir. Bæjarfulltrúar minnilhutans bera fullt traust til starfsmanna bæjarins en eitt skal yfir alla ganga. Það er réttmæt stjórnsýsla og bæjarbúar verða að geta treyst því að svo sé.

 

Meirihlutinn felldi eigin tillögu

Í málefnasamningi núverandi meirihluta er kveðið á um að gerð skuli stjórnsýsluúttekt á rekstri bæjarins. Í ljósi þess að bæjarfulltrúum minnihlutans hefur stundum fundist vanta nokkuð upp á að meirihlutinn ástundi rétta eða vandaða stjórnsýslu var á síðasta fundi bæjarstjórnar lögð fram tillaga um að slík stjórnsýsluúttekt yrði gerð á rekstri Akraneskaupstaðar og stjórnun bæjarins bætt við af gefnu tilefni.  Til að gera langa sögu stutta þá felldi meirihlutinn tillöguna sem eins og áður sagði var tekin úr þeirra eigin málefnasamningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 44742

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband